135. löggjafarþing — 123. fundur,  12. sept. 2008.

þingfrestun.

[12:07]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

„Forseti Íslands gjörir kunnugt:

Að ég, að tilskildu samþykki Alþingis, veiti forsætisráðherra umboð til þess að fresta fundum Alþingis, 135. löggjafarþings, frá 12. september eða síðar, ef nauðsyn krefur, til 1. október 2008.

Gjört í Reykjavík, 9. september 2008.

Ólafur Ragnar Grímsson.

_____________

Geir H. Haarde.

Forsetabréf um frestun á fundum Alþingis.“

Samkvæmt þessu umboði og með vísan til samþykkis Alþingis frá því fyrr í dag lýsi ég hér með yfir því að fundum Alþingis, 135. löggjafarþings, er frestað.

Ég óska hv. alþingismönnum og starfsmönnum þingsins svo og landsmönnum öllum allra heilla.