136. löggjafarþing — 3. fundur,  3. okt. 2008.

efnahagsmál og umræða um fjárlög 2009.

[10:37]
Horfa

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Herra forseti. Ég skil út af fyrir sig ábendingar hv. þingmanns um þá óvissu sem ríkjandi er. Við vitum öll af henni. Hún var rædd í þaula í umræðum í gærkvöldi um stefnuræðu mína. Það breytir ekki því að það er eðlilegt að ganga nú til þess verks að ræða fjárlagafrumvarpið en vissulega fer sú umræða fram í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um ýmsa aðra hluti. En málið verður að komast í vinnslu í þinginu og síðan mun framvinda þess og úrvinnsla markast af öðrum ákvörðunum sem teknar kunna að verða á næstunni.