136. löggjafarþing — 5. fundur,  6. okt. 2008.

afbrigði um dagskrármál.

[16:53]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er því miður þannig komið að óhjákvæmilegt er að bregðast mjög hratt við og þótt allt orki tvímælis þá gjört er og kannski sérstaklega þegar ekkert er gert þá er ekkert um annað að ræða en að Alþingi taki strax til starfa við þetta mál. Efni þess ræðum við á eftir en við munum greiða fyrir því að málið komi á dagskrá þó að við afbrigðilegar og sérstakar aðstæður sé og greiða því atkvæði að það fái að koma hér á dagskrá með afbrigðum.