136. löggjafarþing — 10. fundur,  9. okt. 2008.

umræða um stöðu mála á fjármálamarkaði.

[10:35]
Horfa

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir þær athugasemdir sem hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon fór með. Ég tel að í núverandi stöðu getum við ekki farið í umræður við forsætisráðherra undir þessum lið þingskapa. Málið er einfaldlega allt of alvarlegt og staða okkar þjóðar með þeim hætti að ekki er verjandi að fara í rökræður, eins til tveggja mínútna, um stöðu mála. Þess vegna held ég, hæstv. forseti, að rétt væri að endurskoða dagskrá þessa fundar í dag og setja á dagskrárlið þar sem við fengjum umræður við forustumenn ríkisstjórnarinnar um ástand mála eins og það er nú.