136. löggjafarþing — 10. fundur,  9. okt. 2008.

Efnahagsstofnun.

4. mál
[12:21]
Horfa

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil segja að lokum að það er mikilvægt að fá þá yfirlýsingu sem hv. þingmaður gaf í síðasta andsvari sínu að hann telji það mikilvægt að konur komi að þessum ákvörðunum í efnahagslífinu og það sé mikilvægt að konur hasli sér völl í hefðbundnum karlastörfum. Ég tel að yfirlýsing af þessu tagi sé mikilvæg og að á henni sé byggjandi. Ég treysti því og veit að hún er til marks um að viðhorfin hjá okkur, einnig hér á Alþingi, eru að breytast.