136. löggjafarþing — 11. fundur,  13. okt. 2008.

umhverfismat vegna framkvæmda við álver á Bakka.

[15:13]
Horfa

umhverfisráðherra (Þórunn Sveinbjarnardóttir) (Sf):

Hæstv. forseti. Ég vil hvetja hv. þingmann til að kynna sér stöðu mála betur en hann hefur gert, kynna sér hvar heildarmatsferlið er statt. Þá mun hið sanna koma í ljós. Ef hv. þm. Sjálfstæðisflokksins, Jón Gunnarsson, er að leggja til að lögum og reglum verði vikið til hliðar, hvað á hann þá við? Er hv. þingmaður að leggja til að við segjum upp EES-samningnum, að við segjum upp öllum þeim skuldbindingum sem við höfum undirgengist samkvæmt honum í umhverfismálum? Hvað er þingmaðurinn að segja? Það er kannski betra að hugsa það aðeins betur áður en menn koma upp (Gripið fram í.) með svona fráleitar fullyrðingar og fráleitar ályktanir sem þeir draga af þeim.