136. löggjafarþing — 11. fundur,  13. okt. 2008.

fjármálafyrirtæki.

14. mál
[15:25]
Horfa

Flm. (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef ekki skoðað þær reglur í þaula en hitt veit ég að í tengslum við þá fjármálakreppu sem ríður yfir heiminn allan, þar á meðal Evrópusambandsríkin, þá er öll þessi löggjöf í uppnámi og í endurskoðun. Þar á meðal eru menn að skoða lagalega múra sem menn geti reist almenningi til varnar.

Þessi heimur er allur í uppnámi. Bankar á Evrópska efnahagssvæðinu hrynja hver á fætur öðrum. Í sumum tilvikum hefur Seðlabanki Evrópu komið lítillega að málum en í flestum tilvikum hrynja bankarnir án aðstoðar. En hitt er alveg ljóst að meiri hluti manna er á því máli að endurskoða þurfi alla þá löggjöf sem gildir um fjármálastarfsemi, líka í Evrópusambandinu.