136. löggjafarþing — 12. fundur,  14. okt. 2008.

vatnalög.

23. mál
[14:06]
Horfa

Valgerður Sverrisdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að hæstv. ráðherra hefði ekki átt að breiða alveg svona mikið úr sér í ræðustóli (Gripið fram í.) því að sannleikurinn er sá að í minni tíð í iðnaðarráðuneytinu hafði ég ekki fengið tilnefningar frá öllum stjórnmálaflokkum þannig að mér var ómögulegt að skipa nefnd þá sem hér um ræðir.

Varðandi niðurstöðu nefndarinnar. Hún er engin önnur en sú að fresta málinu þar sem hæstv. ráðherra ætlar að reyna að ná samkomulagi við Sjálfstæðisflokkinn. Ég trúi því að engin niðurstaða náist því að menn létu svo stór orð falla í umræðunni þegar hún fór fram á Alþingi, og þá er ég að tala um hv. þingmenn Samfylkingarinnar, að þeir geta aldrei staðið við þau. Málið verður því bara opið þegar þessi ríkisstjórn fer frá og ný tekur við.