136. löggjafarþing — 14. fundur,  16. okt. 2008.

kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla.

38. mál
[12:00]
Horfa

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S):

Virðulegi forseti. Þetta frumvarp var flutt á síðasta þingi. Það á langan aðdraganda, ég skipaði nefnd árið 2005 til að fara yfir lögin um þessi málefni, kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu. Þá var frumvarpið flutt á 39. kirkjuþingi í október 2006 og síðan var það lagt fram á síðasta þingi og kom til meðferðar í hv. allsherjarnefnd en var ekki fullafgreitt þar og nefndin hafði því ekki tök á því að senda það frá sér, enda mörg mikilvæg málefni á verksviði nefndarinnar.

Ég legg til að frumvarpinu verði að lokinni þessari umræðu vísað að nýju til allsherjarnefndar og 2. umr.