136. löggjafarþing — 14. fundur,  16. okt. 2008.

tilhögun þingfunda.

[13:35]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Eins og hv. alþingismenn vita er næsta vika ætluð til funda og starfa í kjördæmum samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Ekki er ætlunin að víkja frá þeirri áætlun en forseti vill beina því til alþingismanna að vera viðbúnir því að þeir kunni að verða kallaðir til þing- eða nefndafunda í næstu viku. Forseti gerir fastlega ráð fyrir að fundir verði engu að síður í nefndum og er því beint til formanna þeirra að láta undirbúa nefndafundi nú þegar ef gert er ráð fyrir þeim í næstu viku. Formenn þingnefnda hafa fulla heimild til að undirbúa slíka fundi þrátt fyrir að kjördæmavikan standi yfir. Þetta vildi forseti undirstrika alveg sérstaklega.