136. löggjafarþing — 14. fundur,  16. okt. 2008.

samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.

13. mál
[14:15]
Horfa

Guðmundur Magnússon (Vg):

Herra forseti. Ég vil styðja þetta frumvarp sérstaklega og minna um leið á að nýlega skrifuðum við undir samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun. Þar er kafli um fötluð börn en þau eru einstaklega brothættur hópur og það hefur sýnt sig að líklega er hvergi eins mikið um kynferðislegt ofbeldi og gegn þeim.