136. löggjafarþing — 14. fundur,  16. okt. 2008.

samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.

13. mál
[14:16]
Horfa

Flm. (Ágúst Ólafur Ágústsson) (Sf):

Herra forseti. Ég vil þakka þingmönnum örstutt fyrir góðar undirtektir. Ég vil líka taka undir það sem síðasti ræðumaður gat um að sérstaklega þurfi að huga að fötluðum börnum og í barnasáttmálanum eru þau forgangshópur þegar kemur að vernd gegn ofbeldi. Þetta er mjög góð ábending og ég vona að ef þetta mál fer í gegn — sem ég vona að gerist, sérstaklega í ljósi þess vilja hæstv. forseta að afgreiða hér fleiri þingmannamál — muni einstök börn verða sérstaklega til skoðunar.

Enn og aftur þakka ég góðar undirtektir. Ég vona að við einhendum okkur í að vinna málið vel, sem og önnur góð mál í allsherjarnefnd.