136. löggjafarþing — 15. fundur,  28. okt. 2008.

málefni sveitarfélaga.

[13:47]
Horfa

samgönguráðherra (Kristján L. Möller) (Sf):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður spyr: Hefur vandi sveitarfélaga verið ræddur? Svarið er já. Hef ég gert ríkisstjórn grein fyrir vandanum? Svarið er já. Er reiknað með að gera einhverjar ráðstafanir? Já, það er gert ráð fyrir því.

Varðandi 1.400 milljónirnar bíður það fjárlagavinnu sem er verið að vinna. Eins og allir vita þarf að taka fjárlögin sem lögð voru fram töluvert upp þannig að samráð við sveitarfélögin er mikið og gott og því verður haldið áfram.

Fasteignaskattarnir eru mál sem er heldur erfiðara að eiga við, við skulum segja að það sé erfðagóss sem við fengum úr félagsmálaráðuneytinu, þar sem ágreiningurinn er um annars vegar prósentuna, 1,32%, og síðan krónutölur sem settar voru þar fram. Þar er ágreiningur um túlkun, hvernig þetta var sett fram. Þetta ræddum við m.a. í gær á samráðsfundi ráðuneytisins og forustumanna Sambands íslenskra sveitarfélaga og verður það gert áfram.