136. löggjafarþing — 15. fundur,  28. okt. 2008.

vatnalög.

23. mál
[14:13]
Horfa

Valgerður Sverrisdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég greiði atkvæði með þessu frumvarpi en vek athygli á því að ástæða þess að það er hér til meðferðar á hv. Alþingi er sú að stjórnarflokkarnir ná ekki samkomulagi um hvernig leysa skuli úr þessum málum. Að mínu mati er bara tvennt til í stöðunni: Það er annaðhvort að staðfesta það sem ákveðið var árið 1923, að vatnsréttindi fylgi fasteign, eða að afnema þá reglu og þjóðnýta þessa auðlind. Þá þarf líka að greiða landeigendum og fasteignaeigendum miklar skaðabætur.