136. löggjafarþing — 16. fundur,  29. okt. 2008.

svar ráðherra.

[14:20]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Það er afskaplega önugt þegar talað er í svona fyrir fram ákveðnum ramma í þinginu og lagðar eru fram skriflegar fyrirspurnir og hæstv. ráðherra nýtir ekki nema lítið brot af ræðutíma sínum sem eru 5 mínútur í fyrri umferð en tekur síðan seinni umferðina í það að taka upp mál og ráðast á fyrirspyrjanda. Ég á þess ekki kost að fara í efnislega umræðu áfram um málið en ég vil vekja athygli á því að framganga með þessum hætti er mjög erfið og ég held að hún geti ekki verið í samræmi við hugmyndir þingskapa.