136. löggjafarþing — 16. fundur,  29. okt. 2008.

framkvæmdir við Gjábakkaveg.

76. mál
[14:27]
Horfa

Bjarni Harðarson (F):

Frú forseti. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við ræðum um þennan merkilega vegarkafla sem hefur orðið mörgum þyrnir í augum og menn hafa talið að líkur séu á að af honum skapist aukin niturmengun í Þingvallavatni. Ég vil gera athugasemdir við þennan málflutning þar sem mjög margt bendir til þess að umferð inn á vatnasvæði Þingvallavatns verði ekki meiri við lagningu þessa vegar, heldur er í raun og veru í dag verið að beina umferðinni úr Reykjavík og til Reykjavíkur aftur. Það eru ákveðnir hagsmunir af því. En við sem búum í Árnesþingi teljum gott að umferðin fari frá Þingvöllum og síðan áfram inn í sýsluna og þá verður umferðin eftir þessum vegi sem er að langstærstum hluta, og það skiptir mjög miklu máli í þessu, á vatnasvæði Laugarvatns því að vötn falla ævinlega eftir Newton-lögmálinu. (Forseti hringir.) Að öðru leyti er ég feginn því að ekki hafi verið ráðist í það að leggja veginn ofan í gamla vegstæðið sem eru hinar merkustu fornminjar.