136. löggjafarþing — 16. fundur,  29. okt. 2008.

heimild til að draga opinber gjöld af launagreiðslum.

82. mál
[14:54]
Horfa

Atli Gíslason (Vg):

Herra forseti. Þau reglugerðarákvæði sem hæstv. fjármálaráðherra minntist á kalla á umsóknir og málsferli og eru tafsöm. Ég tel að tímabundið, meðan mestu erfiðleikarnir ganga yfir okkur, á næstu vikum, mánuðum og missirum, næstu tólf mánuðum eða lengur, eigi að færa þessa prósentutölu niður í a.m.k. 50%. Þetta er hluti af því að fólk sem t.d. hefur keypt íbúðir með 80–100% lánum á ekkert í þeim lengur, það er allt farið. Stýrivaxtahækkunin er nánast náðarhögg á stóran hluta atvinnurekstrar í landinu, heimilin í landinu og fleiri, og það þarf öll viðbrögð og úrræði í gang strax. Það er miður að almenningur í landinu hefur ekki fengið upplýsingar um faglegar tillögur um endurreisn, um úrræði. Það eina sem hann hefur fengið í andlitið er þessi stýrivaxtahækkun úr 12% í 18%