136. löggjafarþing — 17. fundur,  30. okt. 2008.

skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

[13:31]
Horfa

Bjarni Harðarson (F):

Herra forseti. Áður en ég hef mál mitt vil ég vekja athygli á því að við umræður um grafalvarlegar aðstæður íslensks þjóðlífs og afskaplega brýna hagsmuni er mér ætlað að tala yfir tómum sal. Ég sætti mig ekki við það og geri þá kröfu að ræðu minni verði frestað þar til forseti hefur kallað til þingmenn og ráðherra.