136. löggjafarþing — 17. fundur,  30. okt. 2008.

skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

[15:55]
Horfa

Kristinn H. Gunnarsson (Fl) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta kann að vera möguleg skýring sem hv. þingmaður nefnir hér, að í þessu þríhliða samkomulagi sé gert ráð fyrir því að búið verði að hækka stýrivextina þegar stjórn sjóðsins tekur málið fyrir. En það þarf að upplýsast. Þeir sem standa að samkomulaginu þurfa að upplýsa þetta. Viðbrögð ráðherranna sem undruðust þessa hækkun benda til þess að þeir hafi ekki átt von á henni. Hafi þeir ekki átt von á henni hafa þeir lesið skjölin þannig að ákvörðun yrði ekki tekin fyrr en eftir að stjórn sjóðsins væri búin að fjalla um málið, og orðalagið „letter of intent“ er ekki ákvörðun heldur ásetningur sem er um eitthvað sem menn ætla að gera ef eitthvað fer einhvern veginn. Mér finnst málið vera þannig vaxið að Seðlabankinn kunni að hafa verið of fljótur á sér.