136. löggjafarþing — 17. fundur,  30. okt. 2008.

skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

[16:21]
Horfa

Grétar Mar Jónsson (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Ég fagna þessari yfirlýsingu hv. þingkonu um að taka eigi á þessu eins og öðru. Ég vonast til þess að það verði gert. (Gripið fram í.) Maður ætlast til þess að það verði gert og ég trúi ekki öðru en að Samfylkingin standi við það. Ég veit að hún á við erfiðan samherja að eiga, þ.e. Sjálfstæðisflokkinn sem vill hafa óbreytt fiskveiðistjórnarkerfi. Sá flokkur hefur, jafnvel eftir að bankarnir féllu, sagt að þó að skuldir sjávarútvegsins séu langt umfram það sem atvinnuvegurinn getur borið og borgað af eigi að halda kerfinu óbreyttu.

Ég segi enn og aftur: Ég þakka fyrir þessa yfirlýsingu.