136. löggjafarþing — 17. fundur,  30. okt. 2008.

skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

[18:10]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég vakti athygli á ummælum hv. formanns Vinstri grænna vegna þess að hann fjallaði um það í ræðu sinni fyrr í dag að ríkisstjórnin væri með þrjár útgáfur af sannleikanum. Mér finnst það vera ábyrgðarhluti og kannski ekki síst hjá fjölmiðlum að draga það fram að í fyrradag var rætt við Jens Stoltenberg í fréttum Ríkissjónvarpsins. Þar sagði hann að það hefði verið grundvallaratriði fyrir aðkomu allra Norðurlandanna að málefnum Íslendinga að við sæktum um aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Í sama fréttatíma var viðtal við hv. þm. Steingrím J. Sigfússon þar sem hann hélt því fram að það væri ekki skilyrði. Þess vegna lagði ég út af því í ræðu minni að það væri engu líkara en að formaður Vinstri grænna hefði gert sjálfan sig að sjálfskipuðum talsmanni Norðmanna í þessum efnum.