136. löggjafarþing — 21. fundur,  6. nóv. 2008.

ný bankaráð ríkisbankanna.

[10:49]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Í kjölfar stofnunar nýrra ríkisbanka eftir yfirtöku íslenska ríkisins á starfsemi Glitnis, Landsbanka og Kaupþingi liggur fyrir að skipa þurfi í framtíðarbankaráð þessara banka. Ég vil því spyrja hæstv. fjármálaráðherra:

1. Hvenær má reikna með því að skipað verði í þessi nýju bankaráð?

2. Hvaða leiðir verða farnar til að finna hæfustu einstaklingana til að leiða þessa uppbyggingu íslensks fjármálalífs?

3. Munu þessi nýju bankaráð hafa fjrálsar hendur varðandi ráðningu bankastjóra bankanna eða eru núverandi stjórnendur ráðnir til lengri tíma?