136. löggjafarþing — 21. fundur,  6. nóv. 2008.

ný bankaráð ríkisbankanna.

[10:53]
Horfa

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Herra forseti. Hægt er að taka undir hvert einasta orð sem hv. þingmaður sagði í seinni ræðu sinni. Það verður hins vegar að segja að það hjálpar kannski ekki eins og umræðan hefur verið að undanförnu þar sem hafðar hafa verið uppi gríðarlega miklar upphrópanir og mikillar tortryggni gætt í garð allra sem að málum koma. Það eru mörg gríðarlega erfið mál sem þarf að leysa og vinna sig í gegnum en við verðum að gæta þess að ganga ekki út frá því í hvert einasta skipti sem upp kemur vandamál að allir sem að því koma séu glæpamenn, bæði þeir sem að málum komu í upphafi, þáðu lánin og notuðu fjármunina og eins þeir sem lánuðu þá og ekki síst þeir sem síðan eru að reyna að greiða úr málunum þessa dagana.