136. löggjafarþing — 21. fundur,  6. nóv. 2008.

atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa.

115. mál
[15:16]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Við stjórnarandstæðingar höfum svolítið verið að brýna ríkisstjórnina í því að leita nú samráðs og fá hugmyndir, tillögur og ábendingar frá stjórnarandstöðunni, ekki bara í þessu máli heldur í öllum þeim brýnu málum sem hér liggja fyrir. Hafi ég verið viðskotaill yfir því að það væri kannski ekki tími til þess að fara að afgreiða breytingartillögur þótt þarfar og góðar væru frá stjórnarandstöðu er það einmitt vegna þess að við höfum verið að kalla eftir aðkomu að málunum. Það mun ekki gera annað en flýta afgreiðslu þeirra að hafa gott samráð við stjórnarandstöðu. Ég vona að litið sé á þessi orð mín frekar sem hvatningu til breyttra vinnubragða að því leyti en nokkuð annað.