136. löggjafarþing — 21. fundur,  6. nóv. 2008.

atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa.

115. mál
[15:17]
Horfa

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vissulega eru öll ráð vel þegin. Við þurfum öll að koma að því ástandi sem nú ríkir og leggja tillögur í púkkið. Tillögur hv. þm. Atla Gíslasonar eru t.d. fínar og mér finnst full ástæða til víðtæks samráðs. Haft hefur verið samráð við verkalýðshreyfinguna, Samtök atvinnulífsins, hagsmunasamtök o.s.frv. Að sjálfsögðu á að vera samráð við stjórnarandstöðuna og það er auðvitað hlutverk hennar að veita stjórnvöldum aðhald eins og hv. þm. Álfheiður Ingadóttir hefur verið að gera. Það er mjög mikilvægt hlutverk.

Ég þakka fyrir allt það aðhald sem stjórnvöldum er veitt og við eigum að hafa samráð við alla sem geta lagt okkur lið því að nú ríkir alvarlegt ástand sem þarf að bregðast við á margvíslegan hátt.