136. löggjafarþing — 25. fundur,  13. nóv. 2008.

atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa.

115. mál
[12:07]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er miklum mun vænlegra til árangurs að lögin séu skýr en að við framkvæmd laganna þurfi að leiðrétta eitthvað sem þar mætti betur fara.

Ég tek undir með hv. þingmanni að þetta atriði mætti skoða á milli umræðna og þá geri ég ekki kröfu um að hv. félags- og tryggingamálanefnd verði kölluð sérstaklega saman, ég reikna með að þetta megi skoða með öðrum hætti fyrst formaðurinn segir svo.