136. löggjafarþing — 26. fundur,  13. nóv. 2008.

3. umr. um fjármálafyrirtæki.

[14:29]
Horfa

Atli Gíslason (Vg):

Herra forseti. Nú er búið að setja á dagskrá frumvarp um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki. Ég lýsti því á nefndarfundi í morgun að ég mundi skila áliti minni hluta sem ég hef verið að vinna að í dag. Ég krefst þess að þessum dagskrárlið verði í það minnsta frestað þar til það minnihlutaálit, sem er að komast í lokavinnslu, liggur fyrir.