136. löggjafarþing — 26. fundur,  13. nóv. 2008.

3. umr. um fjármálafyrirtæki.

[14:33]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Það vekur vægast sagt mikla undrun að sjá þetta frumvarp komið á dagskrá með því að ég veit að ekki var orðið við því í hv. viðskiptanefnd að gefa tóm til þess að réttarfarsnefnd kæmi saman og skilaði skriflegu áliti. Ég veit líka að ekki var orðið við þeirri ósk nefndarmanns í allsherjarnefnd, hv. þm. Atla Gíslasonar, að allsherjarnefnd yrði kölluð saman til að fara yfir eitthvað af þeim nýju breytingartillögum sem þingmenn hafa ekki séð hér og hv. þingmaður kallar bútasaum.

Nú hefur verið tilkynnt að væntanlega verði þingfundir á mánudag og þriðjudag og tel ég því einsýnt að til þess að menn geti fengið að skoða hlutina nánar verði málið geymt þar til eftir helgi. Það breytir ekki því fyrst þingfundur er á mánudag.