136. löggjafarþing — 26. fundur,  13. nóv. 2008.

stimpilgjald.

151. mál
[14:49]
Horfa

Gunnar Svavarsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þm. Guðjón A. Kristjánsson vék að dagsetningunni, þeirri sömu og við höfum talað um, ég og hæstv. fjármálaráðherra. Ég tel að ef dagsetning og gildistími eru það eina sem út af stendur verði það auðvitað tekið upp í efnahags- og skattanefndinni. Um tímabundna aðgerð er að ræða og því gott að fram hafi komið í þingræðu í dag að ræða þurfi um gildistímann. Ef hann er það eina sem út af stendur held ég að efnahags- og skattanefnd ætti að geta afgreitt þetta fljótt og vel og vil hvetja formann nefndarinnar til að hraða nefndarstörfum þessu tengdu. Ég veit að hv. þm. Pétur Blöndal, sem stýrir efnahags- og skattanefnd, mun fylgja eftir því sem hér hefur komið fram og hv. þm. Guðjón A. Kristjánsson bent á.