136. löggjafarþing — 26. fundur,  13. nóv. 2008.

fjármálafyrirtæki.

119. mál
[19:10]
Horfa

Frsm. minni hluta viðskn. (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Megináherslan þessar sex vikur hefur verið á bankakerfið. Almenningur í landinu hefur ekki fengið upplýsingar dag frá degi, heldur fréttir hann af stöðu mála eftir á eftir krókaleiðum, m.a. skelfingarvikunni í fyrri viku og skelfilegum fundi hæstv. fjármálaráðherra með fjármálaráðherrum Evrópu.

Fólk verður að fá upplýsingar dag frá degi og vita hvar það stendur og hvað ríkisstjórnin hefur í huga gegn atvinnuleysinu. Það verður líka að vita að íslenska þjóðin er nánast tekin hreðjataki af Bretum, Hollendingum, Þjóðverjum, Austurríkismönnum og óskabarni Samfylkingarinnar, ESB, sem stendur eiginlega fremst í flokki í stríði gegn Íslendingum. Við erum í sjálfstæðisbaráttu og þá duga ekki gömlu gildin. Við eigum marga aðra vini erlendis sem við getum skipt við og komið þjóðinni á flot.

Ég vildi óska þess að ríkisstjórnin fyndi nú einhvern tíma leið B í efnahagsmálum en einblíndi ekki á afarkosti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og þar fram eftir götunum.