136. löggjafarþing — 32. fundur,  20. nóv. 2008.

fjárhagsleg fyrirgreiðsla hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

161. mál
[13:30]
Horfa

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Ég vil nú byrja á að spyrja hæstv. forseta hvort henni sé kunnugt um að forustumenn ríkisstjórnarinnar sem standa fyrir þessu máli hlýði á mál mitt eða séu til staðar til þess, hvort þeir hlýði ef til vill á það annars staðar. Ég get alveg flutt það að þeim fjarverandi ef þeir óttast að vera til staðar, hæstv. forseti.

(Forseti (ÞBack): Forseti getur upplýst um það að hæstv. ráðherrar eru nú að ljúka þingflokksfundum og eru væntanlegir innan tíðar.)

Væri þá hæstv. forseti ekki tilbúinn að fresta þessum fundi þar sem menn eru á þingflokksfundum og ekki hægt að ætlast til þess ég fari hér með það sem ég ætlaði að segja án þess að gefa þeim kost á að svara fyrir sig?