136. löggjafarþing — 32. fundur,  20. nóv. 2008.

fjárhagsleg fyrirgreiðsla hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

161. mál
[14:24]
Horfa

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er rétt hjá hv. þingmanni, þess var ekki að vænta að svör kæmu frá mér enda eru svörin í samræmi við spurningarnar. Þegar spurningarnar og munnsöfnuðurinn er eins og var í síðustu ræðu hv. þingmanns þá er þetta á þá bókina lært.

Hitt er þó alveg rétt hjá honum að það eru ekki alltaf fræðin sem skipta öllu máli og ekki alltaf það sem dugir best. En í flestum tilfellum hjálpar það þegar verið er að reyna að komast að flóknum niðurstöðum. (Gripið fram í.)