136. löggjafarþing — 33. fundur,  21. nóv. 2008.

eftirlaunalög o.fl.

[10:42]
Horfa

utanríkisráðherra (Ingibjörg Sólrún Gísladóttir) (Sf):

Virðulegur forseti. Það er ánægjulegt að það skuli koma fram hjá hv. þm. Valgerði Sverrisdóttur að ekki standi á framsóknarmönnum að breyta eftirlaunalögunum og ég geri ráð fyrir að það verði þá kannski hægt að ná um það góðri samstöðu. Ég get fullvissað þingmanninn um að ef að líkum lætur verði slíkt frumvarp kynnt fyrir formönnum stjórnarandstöðuflokkanna áður en það verður lagt fram í þinginu.