136. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2008.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

173. mál
[18:45]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Að mörgu leyti hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni í dag en ansi hefur hún verið rýr af hálfu þeirra sem til hennar efndu. Fullkomlega ábyrgðarlaust er að vera með eins lítt rökstuddan málflutning og kalla yfir okkur að eyða mikilvægum tíma þingsins í svona orðagjálfur.

Við þessar aðstæður (Gripið fram í.) — að láta sér detta í hug að það besta sem geti komið fyrir þjóðina við aðstæðurnar sem uppi eru í samfélagi okkar sé að efna til kosninga.

Það sem við þurfum núna er að geta unnið áfram að þeim verkefnum sem unnið hefur verið að undanfarnar vikur og við þurfum að geta lokið verkefninu og við þær aðstæður skulum við taka ákvörðun um hvort við þurfum að efna til kosninga í landinu. En að etja Alþingi (Gripið fram í.) út í kosningar við þessar aðstæður og koma á (Forseti hringir.) þeirri upplausn í þinginu sem það mundi valda er ekki góður málflutningur og ekki góð tillaga. Ég segi nei. [Háreysti á þingpöllum.]