136. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2008.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

173. mál
[18:58]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Við alþingismenn og hæstv. ríkisstjórn höfum verk að vinna til varnar og sóknar fyrir heimilin og atvinnulífið í landinu. Sjálfstætt Ísland.

Við þolum enga bið, engar frátafir, engan verkkvíða, engan hengilmænuhátt.

Spúlum dekkið, hv. þingmenn. Lítum upp. Keyrum vélina og setjum hrygg í málið, þótt í hnotskurn sé meiningin sögð til heilla íslenskri þjóð. Ég segi nei.