136. löggjafarþing — 35. fundur,  25. nóv. 2008.

mannabreytingar í nefndum.

[14:05]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseta hefur borist eftirfarandi tilkynning frá þingflokki Framsóknarflokksins um mannabreytingar í nefndum þingsins, sbr. 16. gr. þingskapa:

Eygló Harðardóttir, hv. 8. þm. Suðurk., tekur sæti í þremur nefndum, í iðnaðarnefnd í stað Guðna Ágústssonar, í heilbrigðisnefnd í stað Valgerðar Sverrisdóttur og í umhverfisnefnd í stað Höskuldar Þórhallssonar.

Þær breytingar verða á Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins að Birkir J. Jónsson tekur sæti sem aðalmaður í stað Guðna Ágústssonar og Höskuldur Þórhallsson tekur sæti sem varamaður í stað Bjarna Harðarsonar.

Þessar mannabreytingar skoðast samþykktar án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum við því.