136. löggjafarþing — 36. fundur,  26. nóv. 2008.

tekjur af endurflutningi hugverka.

165. mál
[15:01]
Horfa

Fyrirspyrjandi (Kolbrún Halldórsdóttir) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég átti von á lengra svari frá hæstv. ráðherra en þá liggur fyrir að starfshópurinn hefur enn ekki skilað af sér en kemur til með að gera það fyrir áramót. Ég mun að sjálfsögðu fylgjast með niðurstöðunni en afsakaðu, hæstv. forseti. Er þetta ekki orðinn fulllangur tími fyrir einn starfshóp til að skila niðurstöðu um mál sem ég hefði talið að ætti ekki að þurfa að vefjast mikið fyrir neinum? Sérstaklega ekki fólki sem þekkir vel til skattalaga og -reglna. Þannig að ég hef áhuga á að heyra frá hæstv. ráðherra hvort þetta viti á gott eða slæmt eða hvað vefjist fyrir starfshópnum?

Hvers vegna í ósköpunum þarf að taka meira en ár fyrir starfshóp að finna niðurstöðu í svo einföldu máli sem ég hefði talið að ætti að vera einfalt? Kannski er starfshópurinn með fleiri verkefni, ég þekki það ekki til hlítar. En ég hefði haldið að hægt ætti að vera að vinna þetta á skemmri tíma en hér er gert.