136. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2008.

10% niðurskurður í heilbrigðisþjónustu.

[10:52]
Horfa

Helga Sigrún Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég heyri ekki betur en að hæstv. heilbrigðisráðherra hafi verið að segja af sér og vilji að þingflokkur framsóknarmanna taki við starfi hans. (Gripið fram í: Æ, æ, æ.)

Í sumar sem leið var haldinn fundur með þingmönnum kjördæmisins, sveitarstjórnarfólki og stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Þar mætti 1. þingmaður Suðurk., Árni M. Mathiesen, sem einnig gegnir stöðu hæstv. fjármálaráðherra. Þar komu fram loforð um leiðréttingu framlaga vegna þessa módels sem hæstv. heilbrigðisráðherra hefur ekki treyst sér til að breyta. Ég óska eftir því að slíkur fundur verði endurtekinn, að hæstv. heilbrigðisráðherra og hæstv. fjármálaráðherra boði til fundar á nýjan leik þar sem rætt verði við þennan sama hóp um þessar brýnu lausnir og að sá fundur verði haldinn fyrir helgi vegna þess að að öðrum kosti taka gildi uppsagnir sem eru afleiðing af tilmælum heilbrigðisráðherra um 10% niðurskurð. (Forseti hringir.)