136. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2008.

endurhverf viðskipti.

[11:00]
Horfa

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Herra forseti. Við skulum gæta okkur á því að gera ekki neyðarlögin að gerandanum í þessu, að neyðarlögin hafi búið til vandann. Hefðu neyðarlögin ekki verið sett og þeim hefði ekki verið beitt væri vandinn sem við erum að glíma við hér í dag miklu meiri og stærri. Vandi þessara minni fyrirtækja væri alveg örugglega ekki minni ef bankarnir hefðu einfaldlega bara allir farið á hausinn.