136. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2008.

rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008.

180. mál
[11:47]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það var eitt smáatriði sem ég vildi leggja áherslu á, að þegar litið er til lagasetningar þá horfa menn iðulega til umræðu sem fram fer um frumvörp sem lögskýringargagna. Í ræðu minni áðan lagði ég ákveðinn skilning í þetta frumvarp, ákveðnar áherslur og ég óskaði eftir því að ef menn væru ekki sammála þeim þá kæmu fram eindregin andmæli gegn þeim annars yrði litið svo á að þær stæðu. Þetta þarf nefndin að hafa í huga þegar hún hefst handa.