136. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2008.

samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu.

177. mál
[18:15]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er auðvitað ekki hægt að eiga orðastað við hv. þingmann með þessum hætti. Ég vek hins vegar athygli á svari hv. þingmanns við spurningu minni um það hvort það hafi verið fyrir atbeina Evrópusambandsins og regluverks þess sem bindiskyldan var lækkuð í útibúum bankanna erlendis. Svar hv. þm. Árna Páls Árnasonar við þeirri spurningu var já. (ÁPÁ: Nei, nei, það er rangt.)