136. löggjafarþing — 42. fundur,  4. des. 2008.

skipalyftan í Vestmannaeyjum.

[10:53]
Horfa

Atli Gíslason (Vg):

Herra forseti. Mér láðist að ávarpa herra forseta og vitna rétt, sem er auðvitað ekki gott mál. Ég hef þó meiri áhyggjur af stjórnarskránni en því.

Ég verð að taka það fram í þessu samhengi að Vestmannaeyjar eru eyjabyggð. Um eyjabyggðir og jaðarbyggðir gilda sérreglur, samkvæmt reglum Evrópusambandsins. Það má veita þeim styrki til að styrkja atvinnuuppbyggingu. Það er ekkert að því og það eru fjöldamörg dæmi um undanþágur veittar jaðarbyggðum eða eyjasamfélögum.

Málið var einfaldlega unnt að leysa strax eftir að skipalyftan hrundi með fyrirgreiðslu og setja áskilnað með fyrirvara í þá fyrirgreiðslu um niðurstöðu ESA. Eftir það var hæglega unnt, ef niðurstaða ESA hefði orðið okkur andstæð, (Forseti hringir.) að breyta þeirri niðurstöðu. Það er auðvitað óþolandi að ESA eða Evrópusambandið sé dragbítur á atvinnu í landinu.