136. löggjafarþing — 42. fundur,  4. des. 2008.

loftferðir.

196. mál
[11:57]
Horfa

samgönguráðherra (Kristján L. Möller) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Í 4. gr. er eingöngu verið að útvíkka þessa grein laganna sem þykir of þröng. Verið er að opna fyrir þá sem vinna að bættu flugöryggi, að þeir hafi þar aðgang. En hér er, eins og ég sagði áðan, virðulegi forseti, fyrst og fremst verið að útvíkka greinina aðeins sem þykir of þröng.