136. löggjafarþing — 44. fundur,  5. des. 2008.

fjárhagsleg fyrirgreiðsla hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

161. mál
[14:35]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Hér hefur farið fram umræða um sennilega eitt mikilvægasta mál sem hefur komið til kasta Alþingis á undanförnum árum ef ekki áratugum, jafnvel frá upphafi vega. Hæstv. forsætisráðherra hefur verið hér við umræðuna en ég spyr: Hvers vegna hefur oddviti hins stjórnarflokksins, hæstv. utanríkisráðherra, ekki verið í þingsal til að fylgjast með umræðunni og bregðast við þeim ábendingum og aðfinnslum sem fram hafa komið? Ég óska eftir því að hæstv. utanríkisráðherra sé á staðnum.