136. löggjafarþing — 44. fundur,  5. des. 2008.

samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu.

177. mál
[16:27]
Horfa

Magnús Stefánsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég heyri á öllu og tel mig vita að ég og hæstv. iðnaðarráðherra séum sammála um að mjög brýnt sé og krafa um að fá upplýsingar um vitneskjuna sem seðlabankastjóri sagðist búa yfir um af hverju Bretarnir ... (ÁPÁ: Það er ekki eins og það hafi ekki verið reynt.) Það er rétt sem hv. þm. Árni Páll Árnason segir að ekki er eins og það hafi ekki verið reynt. Þessi stífla er ótrúleg. Ég hvet hæstv. ráðherra til að beita sér, sem ég tel nú reyndar víst að hann hafi gert, til að reyna að fá þetta fram.

En hann spyr hér og nefnir samtal fjármálaráðherranna. Af hverju það er nefnt í álitinu. Yfirlýsing kom frá fjármálaráðherra Bretlands daginn eftir símtalið við fjármálaráðherra Íslands um að ríkisstjórn Íslands hafi tjáð honum að hún hefði ekki í hyggju að standa við skuldbindingar sínar.

Þetta eru einfaldlega upplýsingar sem hafa komið fram og eru tíundaðar hér. Ekkert annað býr þar að baki.