136. löggjafarþing — 44. fundur,  5. des. 2008.

samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu.

177. mál
[16:30]
Horfa

Magnús Stefánsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég sé ekki ástæðu til að þrátta hér áfram um hvað hver sagði og allt það. Ég ítreka að mikilvægt er og nauðsynlegt að það komi fram sem við ræðum hér.

Ég vil að lokum þakka hæstv. iðnaðarráðherra fyrir leiðbeiningarnar, hann sagði að menn ættu að tala varlega. Hann kann þá list greinilega mjög vel og það er mikilvægt. Ég tek undir það með hæstv. ráðherra og þakka honum kærlega fyrir leiðbeiningarnar í því sambandi.