136. löggjafarþing — 47. fundur,  9. des. 2008.

kjararáð.

210. mál
[17:37]
Horfa

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er auðvitað tvennt sem kemur til þar. Annars vegar niðurstaða sem kjararáð kemst væntanlega að í framhaldi af því að frumvarpið verði samþykkt og hins vegar hvernig kjararáð bregst enn frekar við þeirri þróun sem á sér stað á vinnumarkaðnum og hvernig það endurspeglast þá í síðari ákvörðunum kjararáðs. Það er alla vega um tvær ákvarðanir að ræða í þessu frumvarpi og svo náttúrlega hvernig þróunin verður á vinnumarkaðnum í heildina og að vissu leyti líka hvaða viðbrögð við fáum við því þegar við nálgumst þá hópa sem starfa hjá ríkinu og þetta gæti átt við.