136. löggjafarþing — 51. fundur,  11. des. 2008.

ART-verkefnið.

[10:58]
Horfa

Kjartan Ólafsson (S):

Herra forseti. Ég vil þakka fyrir þessar undirtektir og minna jafnframt á að þann 13. júní 2007 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu hvað varðar aðgerðaáætlun til fjögurra ára um stöðu barna og ungmenna. Þetta fellur í rauninni mjög vel undir þá þingsályktunartillögu sem ríkisstjórnin samþykkti.

Ég vil taka undir orð hæstv. menntamálaráðherra um að þetta verkefni ætti að fara víðar um land en það þarf að hlúa að því eins og það er núna. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að vega og meta þann kostnað sem felst í verkefninu. Lokaspurning mín er hver eigi í raun að hafa forustu um málið innan ríkisstjórnar þar sem þingsályktunartillaga liggur fyrir því ég tel að einhver þurfi að hafa forustu um málið.