136. löggjafarþing — 51. fundur,  11. des. 2008.

aðgengi að menntun.

[11:04]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. menntamálaráðherra fyrir svörin. Í fréttum undanfarna tvo daga hefur komið fram að mikið atvinnuleysi er á Suðurnesjum, algert hrun. Ég held að það sýni skýrt hvað menntamál vega þungt, þau eru hluti af þeim byggðaaðgerðum sem hægt er að grípa til til þess að verjast atvinnuleysi. Uppbygging í menntakerfinu er eitt af því sem virkar mjög vel. Fátt hefur gerst en Keilir hefur þó starfað og starfar af miklum krafti.

Það skiptir líka máli að horfa á þann mismun sem er á milli Suðurkjördæmis og hinna landsbyggðarkjördæmanna. Stundum hefur verið bent á að það sé vegna þess að svo stutt sé að fara yfir Hellisheiði. En Suðurlandið er ekki bara (Forseti hringir.) Árborgarsvæðið, það er töluvert stærra — og að því ætlar háskólafélag Suðurlands að vinna.