136. löggjafarþing — 51. fundur,  11. des. 2008.

afbrigði um dagskrármál.

[11:15]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Vegna athugasemda hv. þingmanns vill forseti geta þess að í gær var farið yfir þá dagskrá sem er í dag með formönnum þingflokkanna. Jafnframt var farið yfir áform um þau dagskrármál sem nú liggja fyrir á næstu dögum og fram til þingloka fyrir jólahlé. Verið er að reyna að þoka þessu áfram en það liggur ljóst fyrir að fjölmörg mál koma fram með stuttum fyrirvara vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem uppi er í þjóðfélaginu. Forseti hefur góðan skilning á því að mikið er á þingmenn lagt að kynna sér þau mál á skömmum tíma og verður þess vegna að taka eins mikið tillit til þessara aðstæðna og kostur er við afgreiðslu mála.